Hæ!

Á meðan við vinnum við að koma vefsíðu Tjaldsins í gagnið viljum við bjóða þér að fylgjast með okkur á @tjaldid .

Tjaldið er færanlegt samverurými sem býður upp á fjölbreytta upplifun í náttúrunni. Markmið Tjaldsins er að efla samhygð, samhug og samveru - bæði við náungann og náttúruna sjálfa. Í Tjaldinu skapast rými til að kynnast náttúrunni og sjálfum sér á dýpri hátt - og tækifæri til að hlúa að henni og okkur sjálfum.

Í Tjaldinu geta farið fram ýmis námskeið, athafnir og viðburðir fyrir smáa hópa. Dæmi um viðburði Tjaldsins eru jógatímar, öndunaræfingar, jurtanámskeið, söngstundir, giftingar og svo má lengi telja.

Tjaldið býður upp á tækifæri til að skapa notalegheit hvernig sem viðrar. Um er að ræða 25 fermetra hlýlegt rými. Tjaldið er sterkbyggt og stendur af sér alla súld og næðing og er upphitað með sérstakri tjald-kamínu; tilvalið til að skapa öruggt rými hið innra.

Skilyrði er að viðburðir Tjaldsins séu vímuefnalausir og lúti að andlegri og/eða líkamlegri næringu. Heilbrigð samvera er mikilvægt gildi Tjaldsins.

Langar þig að halda athöfn í Tjaldinu? Ekki hika við að HAFA SAMBAND við okkur ef þig vantar hlýlegt rými fyrir hópinn þinn.

x
María og Thelma